Monday, March 17, 2008

úlala






jæja þá er maður komin aftur til baka frá austurríki, get ekki sagt annað en að þessi ferð var gargandi snilld !!!! hotelið okkar var a stað sem heitir bad mittendorf en við fórum á tvö svæði sem kallast tauplits og loser. við lögðum af stað héðan kl hálf 9 um kvöldið eftir micro prófið okkar ( sem gekk nu bara eins og eg hafði buist við engar gloriur þar, en hvað um það ) keyrðum beinustu leið til austurrikis, vorum komin um 4 leytið um nóttina, ein erfiðasta bílferð sem ég hef upplifað get ég sagt ykkur ! en já við fengum ca 3 tima svefn þvi það var morgunmatur kl 8 og svo beint uppi brekku. það var frekar mikil snjókoma þennan dag svo skyggnið var nú ekki upp á marga fiska. ég ákvað að fara á skíði því ég þurfti að kenna innu svo hún gæti nú skíðað það sem eftir væri ferðar og hún stóð sig bara eins og hetja og allt gekk vel :) en svo tók ég brettið næstu tvo daga og það gekk bara ótrulega vel eiginlega betur en ég átti von á því síðast þegar ég fór var ég endalaust á rassgatinu en núna gat ég bara rennt mér niður eins og ekkert væri svo það var bara alveg frábært, veðrið var snilld sól og blíða. ákvað að taka svo einn dag í viðbót á skíðum þar sem ég var orðin frekar þreytt vöðvum sem ég vissi ekki að væru til hehehe bara svona aðeins til að hvíla mig, en tók svo síðasta daginn á bretti aftur. en þetta var bara alveg ótrúlega gaman þó svo að næturlífið þarna væri frekar lélegt við skemmtum okkur bara sjálf enda alveg fáránlega skemmtilegt fólk :D fórum eitt kvöld út á stað sem var allt í einu, pizzeria, café, pub, disco og ég veit ekki hvað sem segir kannski allt sem segja þarf um næturlífið þarna hehe en já það vorum sem sagt við og böns af 16 ára liði en við skemmtum okkur nú samt bara fínt !! svo var rútuferðin heim sem tók 10 tíma ! við ákváðum bara að hrynja í það á leiðinni svo fyrri parturinn var bara fínn og maður svaf bara ljúft á seinni partinum :D

og það besta við þetta allt er að læru mójóið fannst á leiðinni svo maður er bara aftur kominn í gír og ég er bara bjartsýn á framhaldið, þetta verður erfitt en held bara að það fari allt vel :)

Monday, March 3, 2008

microoo !!!!!

jamm micro prof a morgun mér til mikillar skemmtunar þar sem ég er búin að vera einstaklega dugleg að læra fyrir eða þannig.... veit ekki hvað það er en læru mójóið er bara alveg horfið

en eg er að fara til austurrikis strax eftir profið, við erum að fara a bretti eg, inna, shlomi og nati, vonandi að læru mojoið finnist þarna einhverstaðar a leiðinni en eg get ekki beðið eftir að komast aðeins heðan i burtu þo svo maður se tiltolulega nykomin en það er eitthvað skritið andrumsloftið herna þessa dagana..

en hugrun og hezi vorum með grillveislu a laugardag bara massa fint reyndar hefði veðrið getað verið betra en hvað um það við vorum buin akveða að hafa grillveislu svo það var haldin grill veisla : D

þar til næst adios

Sunday, February 24, 2008

tilraun 2

ok ég er að spá í að reyna einu sinni enn með þetta blogg, ákvað að halda mig áfram við þessa síðu frekar en að opna nýtt. kemur í ljós hvað ég verð dugleg að setja eitthvað hérna inn.

en ja í dag er sunnudagur og ég ætlaði að vakna snemma og vera ofboðslega dugleg að lesa nema hvað ég náttlega skreið ekki framur fyrr en kl að verða eitt og er svo búin að sitja i tölvunni síðan, úffff það kemur mér bara stundum á óvart hvað ég get komið miklu í verk :D

en það er bolti á eftir svo maður gerir nú allavegana eitthvað í dag, ja og svo var cathy buin að bjoða mer, hugrunu, innu, og vöku í mat í kvöld svo það verður nú örugglega bara fínt.

en látum þetta duga í fyrsta blogg ársins, vonandi verða þau fleiri heheheh

Sunday, May 20, 2007

wooobaaaaa

það er svo langt siðan að eg hef bloggað að eg var buin að gleyma passwordinu minu hahaha en það er komið aftur !!!

en jæja eg er greinilega svona einu sinni i manuði bloggari....en það er alltaf nog að gera annað en að hanga a netinu að blogga

proftimabilið alveg að skella a og maður er að reyna að koma ser i almennilegan gir... allir að krossa putta fyrir mig svo mer gangi nu vel, senda goða læru strauma og solleiðis ;)

en ja bara að lata vita af mer, eg verð með nefið ofan i bokunum þangað til eg kem aftur a klakann sem verður i byrjun juli.... ætla að fara a hroarskeldu aður en eg kem heim shibby...svo bara vinna a slyso get ekki beðið er alveg að fa upp i kok af þessum lestri allan daginn ut og inn

og ja svona i lokin þa vil eg segja allir a facebook.com mega snilld !!!!

bara að skra sig og go with the flow

mússí múss allir elska ykkur í ræmur !!!!!

Sunday, April 8, 2007

ok ok.....

fyrst það er búið að gefa manni titilinn lélegasti bloggari ever hehehe er þá ekki kominn tími til að snúa við blaðinu ;) en já hér í ungó er bara allt að gerast sumarið að skríða inn með um 20 stiga hita á daginn... neuro gekk bara mega vel svo ég get ekki verið annað en ánægð :) búin að vera dugleg að djamma eftir það bara stuð... vorum að koma af 300 og wow þessi mynd er rosaleg það tók tíma að jafna sig eftir hana get ég sagt ykkur ;) svo fór ég á shakiru tónleika um daginn í búdapest bara rosa fjör !!! her hips deffinetly dont lie get ég sagt ykkur en any ways þetta var svona bara smá fyrir ykkur þarna úti svo þið haldið nú ekki að sé horfin af yfirborði jarðar ;)

mússí múss
luv jú all

Wednesday, February 28, 2007

hullum hæ....

....og hamagangur á hóli.....Já tíminn líður hratt á gervihnattaöld ekki hægt að segja annað....þriðja vikan bara hálfnuð og mér finnst eins og ég hafi komið í gær :s !!! en maður er bara á kafi að læra neuro, reyna tryggja það að maður klári þetta bara strax, við erum að fara nokkur í aukatíma hjá henni tótu sem er á 5. ári og er alveg ofboðslega klár í þessu ;) maður verður nú að redda sér !!!

en við fórum á þetta rosalega fyllerí á föstudaginn úff sjaldan lenti í öðru eins !!! það voru bara eiginlega allir á djamminu og rosa stuð !!

svo hittist vaginuklúbburinn istvan á laugardagskveldinu og ekki laust við að meðlimirnir hafi verið soldið ryðgaðir frá deginum áður ;) og að sjálfsögðu var aðalmálið á dagskrá að drekka baylis í klaka og rauðvin og spila jungle speed þar sem miss maria fór á kostum og rúllaði því upp hvað eftir annað en saxinn náði nú að hafa af henni sigurinn allvegana einu sinni ú je...en já bara snilld þetta spil mikið hlegið og gargað og spenningurinn í hámarki...takk fyrir kvöldið stelpur ;)

gigidi gigidi

Monday, February 19, 2007

ætli það se ekki best....

...... að koma með smá blogg svona fyrst maður er nú komin til ungó aftur.... en allavegana að þá kom ég í síðustu viku til baka og finnst það bara mjög fínt, skólinn kominn í gang og svona en ég verð nú bara að segja að þetta neuro hræðir mig !!!! þannig við hrafnhildur tókum smá rispu á laugardaginn og lærðum bara þó nokkuð þó svo ég hafi kíkt út á lífið á föstudeginum þá var ég bara í fínu formi, en þetta bræðir alveg úr heilanum á manni þessi heilafræði hihih.... og svo náði ég í litla dýrið mitt á laugar deginum



sjáiði bara hvað hún er sæt og svo ég tali nú ekki um eigandann ;)

svo á laugardagskvöldið þá kíktum við í eurovision party hja 1. árinu og það var bara stuð þar sem lagið hans svenna vann !! en við hrabbó fórum svo tvær í bæinn að tjútta bara mega stuð á girls nite out !! og svo var bara legið í þynnkuleti á sunnudeginum.. en anyways thats about it folks ætla að fara út að labba með krílið...

adios amigos